Selja frystitæki til Brasilíu fyrir 150 milljónir króna

Lausfrystirinn er nú fullsmíðaður og í vikunni fer gripurinn utan …
Lausfrystirinn er nú fullsmíðaður og í vikunni fer gripurinn utan og Skagamenn setja hann síðan upp.

Lausfrystir sem starfsmenn Skagans3X á Akranesi smíða fyrir brasilíska fyrirtækið BRF mun afkasta fimm tonnum á klukkustund.

Tæknin sem þessu fylgir þykir góð og á að skila aukinni nýtingu kjúklingaafurða sem nemur 800 kílóum á sólarhring.

Þetta er sjöundi frystirinn á nokkrum mánuðum sem Skagamenn smíða fyrir BRF en þeir greina víða í löndum Suður-Ameríku áhuga á þeim tæknilausnum sem þeir bjóða, að því er fram kemur í umfjöllun um útrás þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert