Virða viðvaranir og skilti að vettugi

Þessi mynd var tekin á göngustígnum að Gullfossi í síðustu …
Þessi mynd var tekin á göngustígnum að Gullfossi í síðustu viku. Eins og sjá má voru lokanir og viðvaranir ekki virtar, farið var yfir keðjuna og að fossinum. Ljósmynd/Magnús Kristjánsson

Umhverfisstofnun hefur nú til skoðunar að auka landvörslu við Gullfoss eftir að ferðamenn urðu uppvísir að því nýverið að virða að vettugi lokanir á göngustíg sem liggur að fossinum.

Stígurinn er nú lokaður með keðjum og viðvörunarskiltum á íslensku og ensku vegna hálku.

Einn landvörður í fullu starfi hefur umsjón með Geysissvæðinu og svæðinu umhverfis Gullfoss, en bæði svæðin eru í umsjá Umhverfisstofnunar. Engin landvarsla eða eftirlit er þar um helgar og er ein ástæða þess takmarkað fjármagn stofnunarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert