Flugdólgur handtekinn í Leifsstöð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið flugfarþega sem var að koma með flugi frá Gdansk. Maðurinn var ölvaður í fluginu og hafði áreitt farþega og áhöfn vélarinnar. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann svaf úr sér og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá óskaði leigubílstjóri, sem ekið hafði ölvuðu, erlendu pari frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir aðstoð lögreglu því á greiðslukorti sem það framvísaði var ekki nóg innistæða fyrir fargjaldinu. Konan kvað samferðamann sinn hafa týnt öðru korti sem á væri innistæða. Maðurinn afhenti lögreglu veski sitt. Í því var týnda kortið og fékk bifreiðastjórinn greiðslu fyrir aksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert