Kanna réttindi yfirmannanna

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Byrjað er að hífa ál um borð í flutningaskip við álverið í Straumsvík en yfirmenn í fyrirtækinu hafa unnið að því í morgun að flytja álið niður á höfn í kjölfar verkfalls hafnarverkamanna. Þetta staðfestir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði í samtali við mbl.is.

Verkfallsverðir fylgjast með en Kolbeinn segir framgönguna fela í sér skýrt verkfallsbrot að mati félagsins. Vinnueftirlitið mun vera á leiðinni á staðinn til þess að kanna hvort þeir sem vinna að því að koma álinu um borð hafi til þess tilskilin réttindi. Kolbeinn segist telja að svo sé ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert