Slys í Þjóðleikhúsinu

Sýningin Hleyptu þeim rétta inn
Sýningin Hleyptu þeim rétta inn Þjóðleikhúsið

Leikkona slasaðist á forsýningu verksins Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi en aðalleikona sýningarinnar féll niður um nokkra metra í einu atriði sýningarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um slysið klukkan 21:19 í gærkvöldi. Leikkonan féll niður úr leikmynd á milligólf og er fallið 3-6,4 metrar. Áverkar hennar eru taldir minniháttar miðað við fallhæð en hún var flutt á bráðamóttöku með sjúkrabifreið, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Samkvæmt frétt á vef RÚV var það leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn, sem frumsýna átti á stóra sviði Þjóðleikhússins á fimmtudaginn kemur, sem féll niður úr leikmynd verksins og brotnaði á hæl og rist.

Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, sagði í samtali við fréttastofu að Vigdís hafi virst vel áttuð, í ágætu skapi og í ágætu lagi þegar hún fór á slysadeildina, en í nokkru áfalli. Fyrir utan beinbrotin er hún ósködduð. Fresta þarf frumsýningu um minnst viku.

Frétt RÚV í heild

Uppfært 14:10

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu hefur frumsýningunni verið frestað til 10. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert