Spyr um embættismenn og aldur þeirra

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi þar sem hún spyr fjóra ráðherra um embættismenn sem starfa hjá ráðuneytum þeirra og stofnunum þess.

Ráðherrarnir sem Vigdís spyr eru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra. Spyr Vigdís um heildarfjölda embættismannanna og skipun hversu margra þeirra renni út á þessu ári og hversu margra á ári hverju 2017 til 2020.

Þá spyr hún um fjölda embættismanna sem á þessu ári verða 60–64 ára, 65–66 ára og 67–69 ára og hversu margir verða 70 ára á næsta ári. Einnig spyr hún um fjölda embættismanna sem starfa sem  skrifstofustjórar innan ráðuneytisins án mannaforráða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert