Verkallsverðir stöðvuðu útskipunina

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verkfallsverðir stöðvuðu fyrir hádegi vinnu við að flytja ál um borð í flutningskip við álverið í Straumsvík. Þetta staðfestir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is. Yfirmenn í fyrirtækinu gengu í störf hafnarverkamanna í morgun við að flytja álið niður á höfnina við álverið og voru þeir byrjaðir að flytja álið um borð.

„Við teljum að það sé klárt brot að þarna sé stór hópur manna að ganga í störf hafnarverkamanna. Ég mætti á staðinn í morgun til að styðja félaga mína. Það er klár afstaða ASÍ að þetta sé brot á því fyrirkomulagi sem er á vinnumarkaði. Það var niðurstaða félagsdóms í gærkvöldi að þetta væri löglega boðuð aðgerð og við erum í fullum rétti að fylgja henni eftir,“ segir Gylfi.

Spurður með hvaða hætti vinnan hafi verið stöðvuð segir hann að það hafi gerst með friðsamlegum hætti. Ekki hafi komið til neinna handalögmála. Það væri stefna verkalýðshreyfingarinnar að sinna verkfallsvörslu með friðsömum hætti og stjórnendur fyrirtækisins væri því sammála. Ekki sé ætlunin að fara í neina hörku með málið.

Önnur vinna en sú að jafna út ballestina í skipinu hafi verið stöðvuð. „Hvert framhaldið verður síðan verður bara að koma í ljós. Fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins verða að ákveða hvað þau gera næst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert