47% miðbæjarálag í Reykjavík

Fasteignir í miðbænum hafa hækkað langt umfram það sem verið …
Fasteignir í miðbænum hafa hækkað langt umfram það sem verið hefur í ytri hverfum borgarinnar. Photo: Sigurður Bogi

Verð á fermetra miðsvæðis hefur rokið upp hlutfallslega miðað við fasteignaverð í hverfum sem eru fjær miðbænum. Hefur breytingin verið gríðarleg undanfarin 25 ár, en árið 1990 var fermetraverð í miðbæ Reykjavíkur ódýrara en í ystu hverfum höfuðborgarsvæðisins.

Í dag er miðbæjarálagið aftur á móti komið upp í 47% og hefur hækkunin verið mest frá því árið 2009. Þetta kom fram í máli Óttars Snædals, hagfræðingi hjá Samtökum atvinnulífsins á ráðstefnu um fasteignamál í Hörpu í dag.

Mynd/Samtök atvinnulífsins
Mynd/Samtök atvinnulífsins

Óttar sagði að árið 1990 hafi staðsetning skipt máli varðandi verð íbúða, en þó hafi fylgnin ekki verið mjög mikil. Í dag hefur þetta aftur á móti breyst mikið, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Óttar segir að þrátt fyrir þessa miklu hækkun undanfarið sé álagið enn talsvert lágt hér á landi samanborið við erlendar borgir. 

Bendir hann til þess að miðað við könnun samtakanna á vefsíðunni Numbeo, sem tekur saman framfærslukostnað víða um heim, þá sé Reykjavík í neðri hlutanum miðað við fjölda borga í Evrópu og Norður-Ameríku. Þannig sé t.d. álagið um 120% í London og Róm og nálægt 60% í París, Madrid, Prag og Búdapest.

Mynd/Samtök atvinnulífsins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert