Óskar nýr Norðurlandameistari

Óskar var að vonum lukkulegur með árangurinn.
Óskar var að vonum lukkulegur með árangurinn. Ljósmynd/ Skáksamband Íslands.

Íslendingar eignuðust nýjan Norðurlandameistara á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fór í Vaxjö í Svíþjóð nýlega.

Óskar Víkingur Davíðsson hampaði þar sigri í flokki skákmanna 11 ára og yngri.

Íslendingum gekk vel á mótinu og fengu fjórir af tíu íslenskum keppendum medalíu. Það voru auk Óskars þeir Róbert Luu sem fékk silfur í sama flokki og Símon Þórhallsson og Vignir Vatnar Stefánsson sem fengu brons. Símon í flokki 16-17 ára og Vignir í flokki 12-13 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert