Skautasvell myndast hjá Geysi

Fjöldi ferðamanna heimsækir Geysissvæðið en þar er nú svell.
Fjöldi ferðamanna heimsækir Geysissvæðið en þar er nú svell. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég mun ekki una því að horfa á eftir gestum mínum fljúga á hausinn þarna aftur og aftur.“

Þetta segir Hermann Valsson, leiðsögumaður og ferðmálafræðingur, í bréfi sem hann sendi Umhverfisstofnun á dögunum. Þar lýsir hann alvarlegu ástandi við Geysissvæðið í Haukadal þar sem mikið svell hefur myndast við hverina í vetur og ferðamenn eigi erfitt með að fóta sig þar.

Þá hefur hann þegar boðist til að sandbera svæðið sjálfur en bann er lagt við því á svæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert