Styður starfsfólk álversins

Rio Tinto Alcan rek­ur ál­verið í Straums­vík.
Rio Tinto Alcan rek­ur ál­verið í Straums­vík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar styður starfsfólk álversins í Straumsvík í baráttu þeirra gegn verkfallsbrotum Ríó Tintó alcan.

Þetta kemur fram í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í morgun en þar segir að óásættanlegt sé að aðildarfyrirtæki SA brjóti áratugalanga samstöðu um bindandi kjarasamninga.

Ályktunin hljómar í heild sinni svo:

„Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar sendir starfsfólki álversins í Straumsvík eindregnar samstöðukveðjur í þeirri baráttu sem nú stendur yfir við að tryggja að Ríó Tintó Alcan virði almennar leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki hægt að sætta sig við að eitt aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins brjóti þá samstöðu sem verið hefur um áratugaskeið um bindandi kjarasamninga fyrir alla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert