Forstjóri Borgunar svarar Landsbankanum fullum hálsi

Haukur Oddsson forstjóri Borgunar.
Haukur Oddsson forstjóri Borgunar. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, vísar á bug þeirri gagnrýni sem fyrirtækið og stjórnendur þess hafa setið undir af hálfu bankastjóra Landsbankans. Hún sé ómakleg og byggist í meginatriðum á eftiráspeki.

Í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag segir hann einnig að þeir starfsmenn Borgunar sem keyptu hlut í fyrirtækinu í árslok 2014 hafi gert það á sömu kjörum og aðrir.

„Það var ekki verið að afhenda starfsfólki bréf án endurgjalds, eins og við þekkjum víða dæmi um. Allir þeir sem keyptu, starfsmenn og fjárfestar, gerðu það á sama verði og fjármögnuðu kaup sín sjálfir. [...] Stjórnendur Borgunar og starfsmenn fengu ekki nein hlutabréf á vildarkjörum eins og gerðist í ríkisbankanum,“ segir Haukur í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert