Auðkenni súkkulaðsins opinberuð

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram koma einkenni þeirra vara sem innkallaðar hafa verið af súkkulaðiframleiðandanum Mars.

Í tilkynningunni segir að innflytjandi varanna, Sláturfélag Suðurlands, hafi í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Mars sælgæti þar sem það gæti innihaldið aðskotahlut úr plasti.

Frétt mbl.is: Súkkulaðið var komið í verslanir

Líkt og áður hefur komið fram í umfjöllun mbl.is um málið einskorðast innköllunin annars vegar við svokallaða 5+1 pakkningu af Mars súkkulaðinu og hins vegar pakkningu af Mars sem hefur að geyma fjögur stykki.

Hægt að skila aftur í verslunina

Í samtali við mbl.is í gær sagði Gunnar Grétar Gunnarsson deildarstjóri innflutningsdeildar hjá SS að Slát­ur­fé­lagið hafi í fyrradag náð að kom­ast yfir all­ar þær vör­ur sem enn voru í versl­un­um.

„Vissu­lega eru ein­hver til­vik þar sem fólk hef­ur keypt vör­una áður en inn­köll­un­in átti sér stað. En þetta er val­kvæð inn­köll­un og aðeins eitt dæmi vitað um galla á vör­unni. Við telj­um því ekki ástæðu til að vara fólk við. Þess­ar vör­ur voru ný­farn­ar í versl­an­ir svo við telj­um okk­ur hafa náð góðum tök­um á mál­inu,“ sagði Gunnar.

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna er bent á að hægt er að skila henni í þá verslun sem hún var keypt í. Frekari upplýsingar fást hjá Sláturfélagi Suðurlands í síma 575 6000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert