Handtóku óværar konur og vopnaðan þjóf

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan í vestur og austurbæ Reykjavíkur hafði nóg að gera í dag.

Um klukkan tólf var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot og klukkan 14:54 var tilkynt um þjófnað í verslun.

Stuttu síðar var tilkynnt um konu sem lét ófriðlega í banka í Borgartúni. Sú var handtekin og vistuð í fangageymslu vegna ástands. Sömu örlög biðu konu sem tilkynnt var um kl. 16:23 en sú var þá í óða önn við að brjóta sér leið inn í hús. Svo virðist sem um góðkunningja lögreglu hafi verið að ræða þar sem í dagbók lögreglu segir að hún hafi látið mjög ófriðlega við handtöku eins og hún sé vön til.

Á sama tíma var maður handtekinn í Austurstræti fyrir tilraun til þjófnaðar og að hafa otað hnífi að starfsmanni hótels.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert