Hitti manninn sem tók á móti henni

Björk afhenti Sigurði blómvönd og konfektkassa í þakklætisskyni. Með þeim …
Björk afhenti Sigurði blómvönd og konfektkassa í þakklætisskyni. Með þeim á myndinni er Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, og Salgerður Ólafsdóttir, móðir Bjarkar. Mynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

„Mig langaði til að hitta hann og þakka fyrir. Hann tók á móti mér þegar ég fæddist,“ segir Björk Árnadóttir, sem hitti í dag manninn sem tók á móti henni fyrir nákvæmlega 50 árum.

Móðir hennar, Salgerður Ólafsdóttir, hringdi á sjúkrabíl þegar von var á Björk í heiminn en þegar sjúkraflutningamennirnir mættu var fæðingin hafin. Annar mannanna, Sigurður Sveinsson, tók því á móti Björk og fyrir það vildi hún þakka á sjálfan afmælisdaginn.

Var nýbyrjaður í slökkviliðinu

Þegar Sigurður var beðinn um að mæta í myndatöku í húsakynnum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók hann því afar vel og sagðist muna eftir atvikinu. „Ég var nýbyrjaður í slökkviliðinu en það kom sér vel að hafa verið í sveit. Ég endaði á því að taka á móti fjórum börnum þetta árið,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert