Kreppan í Nígeríu bítur illa

Afurðum pakkað hjá Haustaki hf. sem er með fiskþurrkununarverksmiðjur á …
Afurðum pakkað hjá Haustaki hf. sem er með fiskþurrkununarverksmiðjur á Reykjanesi og Egilsstöðum. Ljósmynd/Haustak

Dræmlega horfir með útflutning á þurrkuðum fiskhausum, hryggjum og afskurði, til Nígeríu.

Þar er gjaldeyriskreppa og kaupendur fá ekki gjaldeyri til að borga fyrir vöruna. Hér starfa um 20 verkanir sem þurrka fiskafurðir og við þennan iðnað vinna í kringum 500-600 manns.

„Ástandið í Nígeríu hefur skelfileg áhrif fyrir okkur,“ sagði Víkingur Þ. Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks hf. í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Það er eitt stærsta fiskþurrkunarfyrirtæki landsins og framleiðir um 3.800 tonn á ári. Þar vinna 55 manns á Reykjanesi og Egilsstöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert