Nýr vegur hjá Geysi í kortunum

„Þetta er ekki viðunandi ástand myndi maður segja bara út frá öryggissjónarmiðum,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar en til að komast að og frá hverasvæðinu þurfa gestir að ganga yfir Biskupstungnabraut þar sem umferð hefur þyngst í takt við fjölgun ferðamanna. 

Því er er gert ráð fyrir að veglínu við Geysissvæðið verði breytt á nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem verður kynnt síðar á árinu.

Sveitarfélagið hefur verið í samráði við Vegagerðina um mögulegar útfærslur á breytingum ásamt nýju vegstæði og hafa þær verið kynntar fyrir landeigendum og rekstraraðilum á svæðinu. Valtýr hallast að því að vegurinn muni liggja sunnan svæðisins en hvenær farið verður út í framkvæmdir er háð fjárveitingum til Vegagerðarinnar.

mbl.is var á ferð við Geysi í vikunni og myndaði ástandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert