Frábær dagur til skíðaiðkunar

Í dag er kjörið að skella sér á skíði.
Í dag er kjörið að skella sér á skíði. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hægt er að skella sér á skíði í dag á fjölmörgum stöðum á landinu. Skíðasvæði Tindastóls verður opið opið í dag frá kl 11 til kl 16 en þar er austan átt, 2 metrar á sekúndu, -8,5 stiga frost og heiðskírt. Í Hlíðarfjalli verður opið frá kl. 10 – 16 í dag. Þar er logn og 5 stiga frost.

Þá er skíðasvæðið á Dalvík opið í dag frá klukkan 10-16. Samkvæmt tilkynningu er fínt veður á staðnum og allar brautir vel troðnar ásamt skíðagöngubrautum.

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag frá kl 10-16. Þar er „veður og færi er eins og það gerist best“ samkvæmt tilkynningu eða sunnan gola, 4 stiga frost og léttskýjað.

Á skíðasvæðinu í Stafdal verður opið frá 11-16 í dag. Þar er búið að opna topplyftuna þannig að allar lyftur eru opnar í dag og göngubrautin troðinn. Samkvæmt tilkynningu er þar hæglætisveður, 7 stiga frost og flott færi.

Á Ísafirði er opið í Tungudal milli kl 10- 16. og á Seljalandsdal frá kl 10.

Þar er logn, -3 stiga frost og stefnir í að vera léttskýjað í dag.

Þá er opið í Bláfjöllum og Skálafelli í dag frá kl 10-17. „Veðrið er frábært,“ segir í tilkynningu en þar er hæg austlæg átt 2-5 m/sek frost -2 stiga frost og léttskýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert