Hringvegurinn auður á Suðurlandi

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hringvegurinn er auður á Suðvestur- og Suðurlandi en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum eins og til dæmis á Suðurstrandavegi og í uppsveitum Árnessýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Hálkublettir eru á Vesturlandi og raunar sums staðar hálka en á Vestfjörðum er hálka víðast hvar.

Hálka er á Norðurlandi en snjóþekja er með Norðausturströndinni og éljagangur mjög víða.

Á Austurlandi er hálka en hálkublettir eru með ströndinni Suðaustanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert