Sigurður hættir sem formaður

Sigurður Loftsson, hættir sem formaður Landssambands kúabænda á næstunni.
Sigurður Loftsson, hættir sem formaður Landssambands kúabænda á næstunni. Af vef Landssambands kúabænda

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifaði á vef sambandsins, Naut.is.

„Mér þykir rétt að geta þess nú að ég mun ekki gefa kost á mér áfram til formennsku fyrir Landssamband kúabænda. „Hratt flýgur stund“ er stundum sagt, en á komandi aðalfundi eru liðin 14 ár frá því að ég var fyrst kjörinn í stjórn samtakanna,“ skrifar hann í pistlinum.

Nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi Landssambands kúabænda sem verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar fimmtudaginn 31. mars næstkomandi.

Þann 4. apríl verða 30 ár liðin síðan sambandið var stofnað og verður þess minnst með margvíslegum hætti, laugardaginn 2. apríl. Þá um kvöldið verður árshátíð kúabænda haldin á Hótel Sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert