Kattavinafélag Íslands er 40 ára

Kattholt er eina athvarfið fyrir heimilislausa ketti á Íslandi.
Kattholt er eina athvarfið fyrir heimilislausa ketti á Íslandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kattavinafélag Íslands á afmæli í dag. Félagið var stofnað 28. febrúar 1976 og fagnar því 40 ára afmæli sínu í ár.

„Tilgangur með stofnun félagsins var og er enn, að vinna að betri meðferð katta og standa vörð um að þeir njóti þeirrar lögverndar sem gildandi dýraverndunarlög hverju sinni, mæla fyrir um og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti,“ segir á vefsíðu félagsins.

Stjórn Kattavinafélags Íslands vonar að fram undan sé meiri skilningur og skilvirkari vinnubrögð þeirra aðila sem að dýraverndarmálum eiga að koma.

Félagar eru um 1.200 

Á vefsíðunni kemur fram að um 1.200 félagar séu í KÍS og að það væri dýrmæt afmælisgjöf að fjölga enn í þeim hópi.

„Á afmælisárinu þakkar stjórn félagsins af heilum hug, öllum þeim mikla fjölda einstaklinga, fyrirtækja, starfsfólki sínu og sjálfboðaliðum, sem lagt hafa hönd á plóg og stutt dyggilega við starfsemina. Sá velvilji sem félagið hefur mætt í gegnum tíðina, er ómetanlegur og án hans hefði draumur sporgöngumanna félagsins ekki ræst með þeim myndarbrag sem raun ber vitni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert