Ragnheiður vill verða 25% kona

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Edduverðlaunahátíðinni í kvöld.
Ragnheiður Elín Árnadóttir á Edduverðlaunahátíðinni í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist á Edduverðlaununum sem lauk fyrr í kvöld stefna að því að hækka endurgreiðslu á framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi í 25%.

„Ég vil vera miklu meira en 20% kona. Eigum við að stefna að því að ég verði 25% kona kannski á næsta ári,“ sagði hún og uppskar mikið lófaklapp.

Frétt mbl.is: Hafa aðeins nýtt helming fjárheimilda

„Ég vil nota þetta tækifæri og þakka ykkur öllum hér, kvikmyndagerðarfólki og sjónvarpsgerðarfólki öllu sem að þessum frábæra iðnaði koma. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að vinna með ykkur og vinna fyrir ykkur,“ sagði ráðherrann.

„Það var sannkallað kvikmyndaár á síðasta ári. Nú þurfum við að halda áfram og stefna á að þetta verði kvikmyndaáratugurinn.“

Því næst tilkynnti hún um aðalverðlaun kvöldsins, bestu kvikmyndina, sem var valin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar. Í þakkarræðu sinni þakkaði hann föður sínum sérstaklega og sagði hann fyrirmyndina í sínu lífi.

Frétt mbl.is: Hrútar ótvíræður sigurvegari kvöldsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert