Airbnb mest þriðjungur seldra gistinátta

Ferðamenn á ferð.
Ferðamenn á ferð. mbl.is/Styrmir Kári

Spá greiningardeildar Íslandsbanka gerir ráð fyrir að ferðaþjónustan hali inn í ár tæpa 428 milljarða króna í útflutningstekjur, um 34% útflutningstekna þjóðarbúsins.

Um tæpa tvöföldun er að ræða frá árinu 2010, þegar hlutfallið var 18%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi.

Skráð gistirými á gistileiguvefsíðunni Airbnb í Reykjavík voru 2.681 í lok nóvember en í desember árið 2014 voru þau 1.188. Áætlað er í skýrslunni að 358 þúsund gistinætur hafi verið seldar í gegnum síðuna í Reykjavík á einu ári en þegar mest lét seldi Airbnb þriðjung af þeim gistinóttum sem hótelin gerðu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert