Gæsluvarðhald vegna peningamisferlis

Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald í eina viku vegna málsins.
Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald í eina viku vegna málsins.

Á föstudaginn og laugardaginn voru tveir karlmenn og ein kona úrskurðuð í gæsluvarðhald í eina viku vegna gruns um misferli með peninga. Tengist málið peningaþvotti auk mögulegra annarra brota.

Rannsókn málsins er enn alveg opin, en heildarumfang brotanna nemur ríflega 50 milljónum króna. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir þetta í samtali við mbl.is, en Vísir sagði fyrst frá málinu.

Ólafur segist lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu, en staðfestir að um íslenska ríkisborgara sé að ræða. Þá sé málið með erlenda tengingu og gæsluvarðhaldskrafan hafi verið byggð á fleiri þáttum en peningaþvætti.

Segir hann málið hafa komið upp í vikunni eftir ábendingu frá fjármálastofnun og eftir greiningarvinnu hjá embættinu hafi verið farið í handtökur.

Embætti sérstaks saksóknara, sem var að héraðssaksóknara um áramótin, tók við málum sem tengjast peningaþvætti og tilkynningum frá fjármálastofnunum síðasta sumar.

Segir Ólafur að aukinn kraftur hafi verið settur í greiningarvinnu í slíkum málum og eru nú þrír í þessari deild hjá embættinu þar sem áður var einn hjá lögreglunni. Segir Ólafur að með þessu sé hægt að fylgja þessum málum eftir með ítarlegri greiningum og peningaþvættis rannsóknir séu að verða öflugara verkefni í að sakfella fyrir slík brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert