ÍSAL fer fram á lögbann

Rio Tinto Alcan rekur álverið í Straumsvík
Rio Tinto Alcan rekur álverið í Straumsvík mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rio Tinto Alcan á Íslandi sem er rekstraraðili álversins í Straumsvík, hefur farið fram á lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings.

Fyrirtækið óskaði eftir þessu við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í dag eftir því sem kemur fram í tilkynningu.

Sjá frétt mbl.is: Fordæmir verkfallsbrot yfirmanna

Í tilkynningunni segir að ISAL telji að yfirmönnum auk forstjóra, framkvæmdastjóra auk stjórnar sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Ætlaði fyrirtækið að láta reyna á það síðastliðinn miðvikudag en var sú vinna stöðvuð af fulltrúum Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Einnig er áréttað í tilkynningunni að lögbannskrafan snýst ekki að neinu leyfi um lögmæti verkfallsins sem Félagsdómur hefur skorið úr um, heldur lýtur hún að lögmæti þess að yfirmenn gangi í þau störf sem starfsmenn lögðu niður í verkfallinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert