Íslandsstræti var vitlaust stafsett

Nýja skiltið er kórrétt. Ekkert verður fullyrt um litháísku útgáfuna.
Nýja skiltið er kórrétt. Ekkert verður fullyrt um litháísku útgáfuna. Ljósmynd/Tautginas Mickevicius

Fyrr í mánuðinum greindi Iceland Monitor frá afhjúpun nýs skiltis á íslenskri tungu við Íslandsstræti í Vilnius, höfuðborg Litháen. Nýja skiltið var bót við annað skilti þar sem nafn strætisins er áletrað á litháísku.

Ísland var fyrsta land heimsins til að viðurkenna sjálfstæði Litháens eftir að landið skildi sig frá Rússlandi í ágúst árið 1991 og uppsetning íslenska skiltisins átti að vera þakkarvottur fyrir það sem Ísland gerði fyrir Litháen.

Haukfránir lesendur greindu hins vegar að stafsetning skiltisins var ekki með öllu rétt. Stóð á skiltinu „Ísland stræti“ og því vantaði hið svokallaða eignarfalls „s“. Blaðamenn Iceland Monitor höfðu í kjölfarið samband við yfirvöld í Vilnius sem hafa nú komið fyrir nýju og óaðfinnanlegu skilti.

Svona leit gamla skiltið út áður en Iceland Monitor gat …
Svona leit gamla skiltið út áður en Iceland Monitor gat komið skilaboðunum áleiðis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert