Karlarnir leita þjónustunnar of seint

Höfum brugðist við staðreyndum um hækkandi meðalaldur þjóðarinnar, segir Þórdís …
Höfum brugðist við staðreyndum um hækkandi meðalaldur þjóðarinnar, segir Þórdís Katrín. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eldri karlar, einir á báti, láta oft dragast að leita heilbrigðisþjónustu, svo að þegar þeir koma er sjúkdómur svo langt genginn að litla aðstoð er hægt að veita.

Þetta segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri hjá Landspítala sem hefur gert rannsókn um þetta efni.

Hún segir eldri karla oftast leita til sjúkrahússins þegar hjartað gefi sig en konur frekar vegna stoðkerfissjúkdóma þar sem annað getur þó verið undirliggjandi. Þá virðast sem karlarnir leiti oft fyrst læknis að frumkvæði kvenna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert