„Útflutningsbannið er farið að bíta“

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fund­ar í kjara­deilu starfs­manna ál­vers Rio Tinto Alcan í Straums­vík klukkan þrjú í dag. Í samtali við mbl.is segir Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna að meiri þrýstingur sé farinn að skapast gagnvart Rio Tinto.

Í dag kem­ur skip til Straums­vík­ur með hrá­efni til ál­vers­ins og einnig til að flytja út afurðir. Að óbreyttu verður af­greiðsla skips­ins stöðvuð, líkt og gerðist í síðustu viku þegar stjórn­end­ur ál­verk­smiðjunn­ar ætluðu ganga í störf hafn­ar­verka­manna en voru stöðvaðir.

„Nú er útflutningsbannið farið að bíta. Skipið kemur í dag og þá reynir frekar á þetta,“ segir Gylfi. „Það hlýtur að vera kominn meiri þrýstingur á Rio Tinto, það segir sig alveg sjálft. Þegar þeir geta ekki komið framleiðslu sinni til kaupenda þá hlýtur að skapast þrýstingur, ég trúi ekki öðru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert