Atvinnuleysið nálgist 1%

Fjölgun ferðamanna umfram spár munu magna þensluna í hagkerfinu og …
Fjölgun ferðamanna umfram spár munu magna þensluna í hagkerfinu og styrkja gengi krónunnar. mbl.is/Styrmir Kári

Vegna stóraukinna umsvifa í ferðaþjónustu er Ísland að sigla hraðar inn í þensluskeið en útlit var fyrir og gæti atvinnuleysið farið niður í 1-2% í sumar, líkt og sumrin 2006 og 2007.

Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem vísar til spár Isavia um 37% fjölgun ferðamanna í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég tel að spá Hagstofunnar um 4% hagvöxt í ár sé vanáætlun, enda vísbendingar um að einkaneysla sé einnig að taka við sér, segir Ásgeir sem telur þróunina leiða til vaxandi spennu á húsnæðismarkaði í ár. Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Analytica, segir spá Isavia kalla á breytta hagvaxtarspá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert