Herja á fatlaðar konur

mbl.is/Þórður

Karlmenn af erlendum uppruna herja í vaxandi mæli á fatlaðar konur hér á landi með hjónaband í huga til þess að tryggja sér landvistarleyfi að mati lögreglunnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram kom í fréttinni að rannsóknir sýnir að sama þróun hafi átt sér stað í nágrannaríkjum Íslands.

Rætt var við Helgu Björgvins- og Bjargardóttur, sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks, sem sagðist telja að Íslendingar þyrftu að vera vakandi vegna þessarar þróunar sem þó mætti ekki vera á kostnað þess að fatlaðar konur geti verið í sambandi eða gengið í samband.

Mikilvægt væri að fatlaðar konur fengju stuðning til þess að taka eigin ákvarðanir í slíkum aðstæðum en ákvarðanir lituðust ekki af því hvað ættingjar þeirra vildu eða menn sem vildu stofna til sambands við þær. Koma þyrfti í veg fyrir að einhverjir misnotuðu aðstöðu sína gagnvart fólki með þroskahömlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert