Mathöllin á Hlemmi kynnt

„Þú ert til dæmis að kaupa kjöt af aðila sem veit allt um kjöt,“ segir Haukur Már Gestsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sem opnar á Hlemmi í haust. Þar verða í kringum 10 ólíkir aðilar að selja mat og veitingar í mathöll að erlendri fyrirmynd. Borgarstjóri sér fyrir sér að þar verði hjarta íslenskrar matarmenningar.

Verkefnið var kynnt á Hlemmi í dag en borgarráð hefur samþykkt að leggja 107 milljónir króna í viðhald og endurbætur á húsinu vegna verkefnisins. Breytingin á hlutverki hússins mun ekki hafa áhrif á að komur strætisvagna sem halda áfram að fara um og þar verður áfram biðstöð og
salernisaðstaða en auglýst verður eftir rekstraraðilum til að selja vörur sínar í húsinu í vikunni.

Vefur Mathallarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert