Snúi hælisleitendum við á flugvellinum

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill takmarka aðgengi fólks að landinu.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill takmarka aðgengi fólks að landinu. mbl.is/Árni Sæberg

Alþingi á að skoða hvort að rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima í Keflavík að mati Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann landsmenn ekki þora að hafa skoðun á þessum málum. Tilefni orða þingmannsins voru hótanir hælisleitanda um að hann myndi kveikja í sér.

Ásmundur sagði flóttamannastrauminn í Evrópu stórkostlegt vandamál í ræðu á Alþingi í dag. Svíar og Danir hefðu takmarkað komu flóttamanna til landsins til að geta fylgst með hverjir kæmu til landanna. Spurði hann hvort að Íslendingar þyrftu að fara að fordæmi nágrannaþjóðanna og takmarka aðgengi fólks hingað eins og áður en Schengen-samkomulagið tók gildi.

Barmaði þingmaðurinn sér undan gagnrýni þess sem hann kallaði „góða fólkið“ og fjölmiðla þegar hann tjáði sig um þessi málefni. Fólkið í landinu þyrði ekki að hafa skoðun á þeim af sömu ástæðum. Spurði hann hvort ekki þurfi að gera breytingar á „opnum landamærum“ Íslands.

„Ég held að það sé mál að linni,“ sagði Ásmundur.

Fyrri frétt mbl.is: Hafði hótað að kveikja í sér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert