Aðalfundum ríkisbankanna frestað

Aðalfundum bankanna tveggja verður frestað um einn mánuð.
Aðalfundum bankanna tveggja verður frestað um einn mánuð. mbl.is/Samsett mynd

Landsbankinn og Íslandsbanki hafa ákveðið að fresta aðalfundum sínum um mánuð og verða þeir nú haldnir um miðjan apríl í stað þess að vera haldnir um miðjan mars. Óskaði Bankasýsla ríkisins eftir því við stjórnir bankanna að þeim yrði frestað. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins varðandi að sama valnefnd geti skipað stjórnarmenn í báðum bönkunum.

Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, staðfestir í samtali við mbl.is að beiðni um seinkunn hafi komið frá Bankasýslunni. Upphaflega var aðalfundur bankans áformaður 16. mars, en hann hefur nú verið færður til 14. apríl.

Aðalfundur Íslandsbanka var einnig áformaður 16. mars, en enn hefur ekki verið gefið upp hver ný dagsetning fundarins verði. Heimildir mbl.is herma að það verði einnig um svipað leyti og aðalfundur Landsbankans.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar mbl.is leitaði eftir skýringum á beiðninni um seinkunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert