Fagnar samþykkt um fríverslun við Japan

Frá Tókíó, höfuðborg Japans.
Frá Tókíó, höfuðborg Japans. AFP

„Verslunaráðið hefur lengi stutt slíkan samning og ályktað um hann. Verslunarráðið mun nú leggja sitt af mörkum til að afla hugmyndinni stuðnings hér í Japan,“ segir í tilkynningu frá Verslunarráði Íslands í Japan sem undirrituð er af Bolla Thoroddsyni, formanni ráðsins þar sem fagnað er að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu um fríverslunarviðræður við Japan.

Þingsályktunartillagan var samþykkt fyrr í vikunni en samkvæmt henni verður ríkisstjórn Íslands falið að hefja undirbúning að fríverslunarviðræðum við Japan á grundvelli yfirlýsinga japönsku ríkisstjórnarinnar um að auka hlut fríverslunar í milliríkjaviðskiptum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, en meðflutningsmenn komu úr Sjálfstæðisflokknum, Bjartri framtíð og Vinstrihreyfingunni - grænni framtíð auk Samfylkingarinnar.

Fréttir mbl.is:

Sammála um fríverslun við Japan

Ræddu um fríverslun í Japan

Enginn fótbolti en lærði japönsku

Bolli Thoroddsen, formaður Verslunarráðs Íslands í Japan.
Bolli Thoroddsen, formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert