Sérfróður meðdómari þarf ekki að víkja

Frá dómuppkvaðningu í Aurum-málinu árið 2014.
Frá dómuppkvaðningu í Aurum-málinu árið 2014. mbl.is/Þórður

Héraðsdómari í Aurum holding málinu svokallaða synjaði kröfum bæði verjenda og saksóknara í málinu í dag þegar kveðinn var upp úrskurður í málinu. Höfðu verjendur krafist þess að sérfróður meðdómari myndi víkja í málinu þar sem þeir töldu hann ekki búa yfir nauðsynlegri sérþekkingu fyrir málið.

Þá hafði saksóknari krafist þess að fá að leiða fyrir dóminn matsmenn og yfirmatsmenn sem höfðu fram­kvæmt mat á verðmæti þeirra bréfa sem sett voru að veði fyr­ir lán­veit­ing­unni til Aur­um.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar, en að öllu óbreyttu verður aðalmeðferð málsins 12. apríl næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert