Mikil matarhelgi í Hörpu

Gnægð matar verður í Hörpu um helgina.
Gnægð matar verður í Hörpu um helgina. mbl.is/Styrmir Kári

Sælkerar ættu að fá sitthvað fyrir sinn snúð um helgina, leggi þeir leið sína í Hörpu, því þar verður matarmarkaður Búrsins haldinn í tíunda skiptið.

Þar verða tugir matvælaframleiðenda víðs vegar að af landinu, í flestum tilvikum er um að ræða minni framleiðendur og gróskan og nýsköpunin er mikil, að sögn Eirnýjar Sigurðardóttur, eins aðstandenda matarmarkaðarins.

Meðal kræsinga sem verða á boðstólum í Hörpu er kjöt af svínum sem hafa gengið frjáls, bleikja reykt á nýstárlegan hátt og mysuhrökkbrauð, að því er fram kemur í umfjöllun um markaðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert