Veturinn við Mývatn heillar

mbl.is/Benedikt Bóas

Margir ferðamenn eru nú í Mývatnssveit og njóta vetrarríkisins, náttúrunnar og norðurljósanna. Einnig bregða þeir sér í jeppaferðir, vélsleðaferðir eða Jarðböðin, auk þess sem þeir dást að ægifagurri náttúru sveitarinnar í vetrarbúningi.

Héðinn Sverrisson, ferðaþjónustubóndi á Geiteyjarströnd, gerði sér lítið fyrir og ruddi upp á sitt eindæmi veginn að bílastæðinu við Dimmuborgir í síðustu viku.

Helgi, sonur Héðins, sagði að talsverður snjór væri í Dimmuborgum. Þær standa þannig að í þær safnast snjór eins og má sjá á hliðinu sem rétt stendur upp úr fannferginu á meðfylgjandi mynd. „Þarna er fín aðstaða, góður vegur og flott bílastæði. Ef fólk er vel búið þá er ekkert mál að njóta Dimmuborga núna,“ sagði Helgi. Hann sagði að ferðamannastraumurinn hefði stöðugt aukist í Mývatnssveit yfir vetrartímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert