Ingvi Hrafn formaður fjölmiðlanefndar

Ingvi Hrafn Óskarsson, nýr formaður fjölmiðlanefndar.
Ingvi Hrafn Óskarsson, nýr formaður fjölmiðlanefndar.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ingva Hrafn Óskarsson formann fjölmiðlanefndar í stað Karls Axelssonar, sem óskað hefur lausnar. Skipunartímabil er til 31. ágúst 2019. 

Ingvi var áður stjórnarformaður RÚV en hætti þar í nóvember á síðasta ári.

Fjölmiðlanefnd er þannig skipuð:
Ingvi Hrafn Óskarsson formaður, skipaður án tilnefningar,
Hulda Árnadóttir varaformaður, tilnefnd af Hæstarétti Íslands,
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands,
Salvör Nordal, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,
Arna Schram, tilnefnd af Blaðamannafélagi Íslands.

Varamenn eru:
Birgir Tjörvi Pétursson, skipaður án tilnefningar,
Marteinn Másson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands,
Kolbrún Sævarsdóttir, tilnefnd af Hæstarétti Íslands,
Birgir Guðmundsson, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,
Björn Vignir Sigurpálsson, tilnefndur af Blaðamannafélagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert