Verið að moka Mýrdalssand

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Vegir á Suðurlandi eru að mestu auðir þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum útvegum.

Vegir á Vesturlandi eru að mestu auðir þó er hálka eða hálkublettir á heiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á Vestfjörðum.

Á Norðvesturlandi er að mestu autt á láglendi en hálkublettir á fjallvegum. Á  Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi þó er farið að verða nokkuð autt á láglendi.

Hálka eða hálkublettir eru mjög víða með suðausturströndinni þó er snjóþekja á nokkrum stöðum. Ófært er á Mýrdalssandi og er mokstur hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert