Vigfús Bjarni svarar á sunnudag

Hjónin Vigfús Bjarni Albertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir
Hjónin Vigfús Bjarni Albertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir

Hópur fólks hefur sameinast um að skora á Vigfús Bjarna Albertsson að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Um er að ræða fólk sem hefur kynnst honum í gegnum tíðina og eiginkonu hans, Valdísi Ösp Ívarsdóttur.

Í fréttatilkynningu kemur fram að ákveðið hafi verið  að leita eftir stuðningi við framboð Vigfúsar úr ólíkum áttum. „Það reyndist auðsótt mál enda eru Vigfús og Valdís bæði vel virt og þekkt á meðal samstarfsfélaga, vina og fjölskyldu. Fyrr en varði voru 500 undirskriftir komnar á blað. Afhending áskorunar til Vigfúsar Bjarna um að bjóða sig fram til forsetakosninga árið 2016 mun fara fram sunnudaginn 6. mars kl. 14 á Hótel Borg í Reykjavík,“ segir í tilkynningu. 

Þar kemur fram að Halldóra Geirharðsdóttir muni ávarpa veislugesti og Vigfúsi afhentar 500 undirskriftir. Síðan munu þau hjón ávarpa veislugesti og gefa sitt við áskorunum. Felix Valsson, starfandi læknir á Landsspítalanum ávarpar veislugesti að því loknu veislugesti en Nína Dögg Filippusdóttir fer með veislustjórn.

Vigfús Bjarni Albertsson
Vigfús Bjarni Albertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert