Alþýðuflokkur aldargamall

Iðnó.
Iðnó.

Bókmenntafélag jafnaðarmanna og Alþýðuflokkurinn efna til hátíðarsamkomu í Iðnó í Reykjavík laugardaginn 5. mars.

Tilefnið er 100 ára afmæli Alþýðuflokksins en flokkurinn og Alþýðusamband Íslands voru stofnuð 12. mars 1916.

Á laugardag verður einnig opnuð í Iðnó sýning á áróðursspjöldum sem Wilhelm Beckmann gerði fyrir Alþýðuflokkinn. Þar verða einnig ljósrit af 19 listaverkum sem ýmsir listamenn gerðu fyrir Sunnudagsblað Alþýðublaðsins á árunum 1934 til 1936. Alþýðuflokkurinn var stofnaður sem stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu og tóku sjö verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði þátt í stofnun hans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert