Hagnaðurinn að aukast

Fimmtán af sextán félögum á aðallista Kauphallarinnar hafa nú skilað uppgjörum sínum og nemur samanlagður hagnaður þeirra 66 milljörðum króna.

Þrjú ný félög bættust í Kauphöllina á síðasta ári, Eik, Reitir og Síminn, og er hagnaður þeirra rétt tæpir 15 milljarðar króna. Hagar eiga enn eftir að skila uppgjöri sínu en fjárhagsár þeirra miðast við 1. mars á hverju almanaksári.

Félögin sem nú hafa skilað uppgjörum sínum munu að öllu óbreyttu greiða eigendum sínum 23,5 milljarða í arð. Hæsta arðgreiðslan kemur í hlut hluthafa VÍS, eða 5 milljarðar króna, og þar á eftir koma hluthafar Icelandair með 3,5 milljarða. Flest skiluðu fyrirtækin meiri hagnaði í fyrra en á árinu 2014, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert