Ferðaþjónustan í rannsókn

Ferðaþjónustan er undir smásjá ríkisskattstjóra.
Ferðaþjónustan er undir smásjá ríkisskattstjóra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ríkisskattstjóri hefur að undanförnu farið þess á leit við stjórnendur fjölda fyrirtækja, sem eru einkum í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu, að þeir geri grein fyrir skilum á virðisaukaskatti á árinu 2015.

Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts og lækkun á efra þrepinu í ársbyrjun 2015 hafði m.a. áhrif á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu. Að óbreyttu ættu þær breytingar að leiða til þess að munur á innskatti og útskatti virðisaukaskatts minnkar.

Sé innskattur hærri en útskattur myndar það stofn til endurgreiðslu virðisaukaskatts. Sú endurgreiðsla er meðal þess sem embætti Ríkisskattstjóra er nú að rannsaka. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri að oftast séu fyrirtæki í rannsókninni heimsótt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert