Mun meira af fiski en áður

Þorskstofninn hefur tekið við sér og þá er gaman að …
Þorskstofninn hefur tekið við sér og þá er gaman að vera á sjó. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki hefur verið jafn mikið af fiski í sjónum við Ísland í áratugi og nú, að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar. Metfiskirí er nú víða við Suður- og Vesturland.

„Þetta er í samræmi við þróunina í þorskstofninum. Það er alls staðar góð veiði þar sem menn eru að róa,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um fiskiríið í Morgunblaðinu í dag.

Hann minnti á að í skýrslu Hafrannsóknastofnunar í fyrra hefði komið fram að viðmiðunarstofninn hefði þá verið metinn stærri en hann hafði verið undanfarna þrjá áratugi. Þorsteinn sagði að aukningin í þorskstofninum kæmi fram í veiðinni nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert