Þarf 5-6 hjólastöðvar í miðbæinn

Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda ...
Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda hjólaleigu úti í miðborg Reykjavíkur. AFP

AFA JCDecaux á Íslandi mun taka þátt í forvali Reykjavíkurborgar á rekstri hjólaleigu í borginni. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, og segir fyrirtækið búið að bíða í nokkurn tíma eftir að borgin auglýsi eftir slíkri leigu.

„Ég tel að það þurfi svona 80-100 reiðhjól og 5-6 stöðvar í kringum miðbæinn til að koma þessu af stað,“ segir Einar. „Ég sá að borgarstjóri talaði mikið um miðbæinn og ég tel að það væri fínt sem fyrsti fasi og svo væri hægt að stækka þetta eftir þörfum.“ Alþjóðafyrirtækið AFA JCDecaux rekur hjólaleigur í um 170 löndum og bendir Einar á að bara í París séu til að mynda 23.600 hjól á 1.800 hjólastöðvum.

Einar telur raunhæft að halda úti hjólaleigu í Reykjavík 7-8 mánuði á ári. Dýrt er hins vegar að koma slíkri hjólaleigu af stað og er fyrirtækið nú að skoða hvaða reiðhjól kunni að henta. „ Við myndum ekki nota sömu hjól og í París, því þau eru bara of dýr.“ Hjólin í París kosta að hans sögn í kringum eina milljón króna ásamt standinum. „Við erum núna að skoða reiðhjól í Danmörku, sem eru svipuð þeim sem eru notuð í Árósum. Þau eru ódýrari, en eru samt vönduð og eiga að þola vel íslenskar aðstæður.“

Fyrir heimamenn eða ferðalanga?

Einar segir að erlendis sé hjólaleigan almennt byggð upp í kringum almenningssamgöngur. „Þeir sem t.d. vilja taka strætó eða lestina í vinnuna geta þá leigt hjól í nágrenni stoppistöðvar og hjólað svo síðasta spölinn í vinnuna.“

 Misjafnt sé hins vegar hvort hjólaleigurnar séu ætlaðar heimamönnum eða ferðalöngum og slíkt þurfi að liggja fyrir áður en leigan er sett upp. Dæmi um báðar leiðir er að finna hjá AFA JCDecaux. Önnur leiðin gerir ráð fyrir að hægt sé að taka hjólið og skila á sitthvorri stöðinni, en hin gerir ráð fyrir að hvert hjól eigi sinn eigin stand. „Það er misjafnt eftir löndum hvort þetta er ætlað túristum eða heimamönnum og það fer bara eftir þarfagreiningu í hverri borg.“ Sumar borgir bjóði hins vegar upp á báðar gerðir. „Í Danmörku, að mig minnir í Árósum, þá má til að mynda finna báðar tegundir.“

Mismikið utanumhald er með stöðvunum eftir því hvor útgáfan verður fyrir valinu, en greiðslukerfið á þó að vera sjálfvirkt í báðum tilfellum. „Það þarf minna eftirlit með þeim stöðvum þar sem hjólinu er skilað á sama stað.  En ef það á að vera hægt að taka hjól og skila á sitthvorri leigunni þá þarf að fylgjast vel með fjölda hjóla á hverjum stað – hvort þau séu of mörg eða of fá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Góð stund í firðinum

08:18 Ungmennakvöld, pub quis, kubbakeppni, froðugaman, bryggjuball og tónleikar eru meðal þess sem verður á bæjarhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“. Meira »

Sendi boð úr neyðarsendi

07:59 Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffjögur í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Meira »

Sjaldgæft að breytt sé ákvörðun

07:57 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að það sé ekki algengt að embætti ríkissaksóknara felli niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í sakamáli en slíkt gerist þó. Meira »

Sótt í 90% íbúðalán

07:37 Tveir lánveitendur veita nú allt að 90% íbúðalán og segja talsverða eftirspurn vera eftir slíkum lánum.  Meira »

United Silicon greiðir milljarð í skuld

07:27 United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Þriggja manna gerðardómur kvað upp úrskurð þess efnis á mánudag. Meira »

Hiti víða í 13 til 25 stig í dag

07:06 Hiti fer víða í 13 til 25 stig í dag og verður hlýjast inn til landsins en heldur svalara eystra þar sem þokuloft lætur á sér kræla. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því sólin skín og ekki er ský að sjá á himni. Gott veður verður á öllu landinu í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Ölfusárbrú lokuð fram eftir morgni

06:43 Lokað verður fyrir umferð inn á Ölfusárbrú fram til klukkan 8 eða 9 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geymsluhólf undir báðum sætum ...
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...