Þarf 5-6 hjólastöðvar í miðbæinn

Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda ...
Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda hjólaleigu úti í miðborg Reykjavíkur. AFP

AFA JCDecaux á Íslandi mun taka þátt í forvali Reykjavíkurborgar á rekstri hjólaleigu í borginni. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, og segir fyrirtækið búið að bíða í nokkurn tíma eftir að borgin auglýsi eftir slíkri leigu.

„Ég tel að það þurfi svona 80-100 reiðhjól og 5-6 stöðvar í kringum miðbæinn til að koma þessu af stað,“ segir Einar. „Ég sá að borgarstjóri talaði mikið um miðbæinn og ég tel að það væri fínt sem fyrsti fasi og svo væri hægt að stækka þetta eftir þörfum.“ Alþjóðafyrirtækið AFA JCDecaux rekur hjólaleigur í um 170 löndum og bendir Einar á að bara í París séu til að mynda 23.600 hjól á 1.800 hjólastöðvum.

Einar telur raunhæft að halda úti hjólaleigu í Reykjavík 7-8 mánuði á ári. Dýrt er hins vegar að koma slíkri hjólaleigu af stað og er fyrirtækið nú að skoða hvaða reiðhjól kunni að henta. „ Við myndum ekki nota sömu hjól og í París, því þau eru bara of dýr.“ Hjólin í París kosta að hans sögn í kringum eina milljón króna ásamt standinum. „Við erum núna að skoða reiðhjól í Danmörku, sem eru svipuð þeim sem eru notuð í Árósum. Þau eru ódýrari, en eru samt vönduð og eiga að þola vel íslenskar aðstæður.“

Fyrir heimamenn eða ferðalanga?

Einar segir að erlendis sé hjólaleigan almennt byggð upp í kringum almenningssamgöngur. „Þeir sem t.d. vilja taka strætó eða lestina í vinnuna geta þá leigt hjól í nágrenni stoppistöðvar og hjólað svo síðasta spölinn í vinnuna.“

 Misjafnt sé hins vegar hvort hjólaleigurnar séu ætlaðar heimamönnum eða ferðalöngum og slíkt þurfi að liggja fyrir áður en leigan er sett upp. Dæmi um báðar leiðir er að finna hjá AFA JCDecaux. Önnur leiðin gerir ráð fyrir að hægt sé að taka hjólið og skila á sitthvorri stöðinni, en hin gerir ráð fyrir að hvert hjól eigi sinn eigin stand. „Það er misjafnt eftir löndum hvort þetta er ætlað túristum eða heimamönnum og það fer bara eftir þarfagreiningu í hverri borg.“ Sumar borgir bjóði hins vegar upp á báðar gerðir. „Í Danmörku, að mig minnir í Árósum, þá má til að mynda finna báðar tegundir.“

Mismikið utanumhald er með stöðvunum eftir því hvor útgáfan verður fyrir valinu, en greiðslukerfið á þó að vera sjálfvirkt í báðum tilfellum. „Það þarf minna eftirlit með þeim stöðvum þar sem hjólinu er skilað á sama stað.  En ef það á að vera hægt að taka hjól og skila á sitthvorri leigunni þá þarf að fylgjast vel með fjölda hjóla á hverjum stað – hvort þau séu of mörg eða of fá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Gerðu ýtrustu kröfur

05:30 Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, bjóst við að þrautavaralán sem fyrirhugað var að veita Kaupþingi í byrjun október 2008, að andvirði 500 milljónir evra, yrði ekki endurgreitt af bankanum. Fullyrðingar forsvarsmanna bankans um annað væru „ósannindi“ eða „óskhyggja“. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn . ALLT til AL...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...