Dýpkun gengur hægt

Belgíska dýpkunarskipið hefur litlum árangri náð. Hér er dýpkunarskipið Dísa …
Belgíska dýpkunarskipið hefur litlum árangri náð. Hér er dýpkunarskipið Dísa í Landeyjahöfn í október. Morgunblaðið/GSH

„Ekki er hægt að segja annað en að það hafi verið blíða síðustu vikur á Suðvestur- og Suðurlandi. Skipið hefur engu að síður ekki getað athafnað sig samtals í heilan sólarhring við dýpkun í Landeyjahöfn, þrátt fyrir að það séu margir dagar þar sem ölduhæð hefur verið undir tveimur metrum, sem voru forsendur útboðsins.“

Þetta segir Ólafur Ragnarsson, skipstjóri á dýpkunarskipi sambærilegu belgíska dýpkunarskipinu Galilei sem vinnur nú að dýpkun Landeyjahafnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir það rétt að belgíska dýpkunarskipið hafi ekki náð samtals 24 klukkustundum af dýpkun í Landeyjahöfn frá því að það fór í sinn fyrsta túr seinni partinn í febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert