Grettisgata 4 rifin og blokk byggð

Rauða húsið er Grettisgata 4. Það verður rifið.
Rauða húsið er Grettisgata 4. Það verður rifið.

Samþykkt var á fundi byggingarfulltrúans í Reykjavík á þriðjudag að heimila niðurrif hússins Grettisgötu 4, auk þess sem umsókn um að byggja á lóðinni í stað hússins þriggja hæða fjölbýlishús með sjö íbúðum.

Húsið sem rifið verður er 157 fermetrar hlaðið úr steini. Það var reist 1918. Húsið sem á að byggja verður steinsteypt, einangrað að utan og flísalagt að hluta, 607 fermetrar, auk 50 fermetra í B-rými og 20 fermetra í C-rými.

Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi, segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að áform umsækjenda hefðu nú verið samþykkt, en ekki væri búið að gefa út byggingarleyfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert