Mikill eldur á Grettisgötu

Mikill viðbúnaður er hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vegna eldsvoða í verkstæði að Grettisgötu 87. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur auka mannskapur verið kallaður út vegna brunans og allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins.

Á vettvangi eru nú meðal annars fjórir dælubílar slökkviliðs og einn körfubíll. Lögregla biður íbúa á svæðinu um að loka gluggum og halda sig frá, allavega til að byrja með.

Að sögn sjónarvotts, sem mbl.is náði tali af fyrir skemmstu, leggur mikinn reyk frá eldinum. Mikill eldur er einnig sagður í húsinu og er slökkvilið að setja upp körfubíl þessa stundina til þess að nálgast eldinn ofan frá, þ.e. frá þakinu.

Í fyrstu frétt af brunanum var því ranglega haldið fram að eldurinn hefði komið upp í húsi við Grettisgötu 89. Hið rétta er að bruninn er í húsi við Grettisgötu 87. 

Uppfært kl. 20:52

Slökkvilið virðist vera að ná tökum á eldinum að sögn Hjálmars Brynjólfssonar, íbúa á Grettisgötu. Hann segir að eftir að körfubíll hafi mætt á svæðið virðist slökkvistarf hafa gengið betur. „En framan af, um klukkan átta, voru þeir í basli með að ná tökum á þessu og slökkva eldinn,“ segir hann.

„Eldurinn er þarna í verkstæði þannig það er svakalega mikill reykur. Fyrst var mikil lykt og þannig varð maður fyrst var við þetta,“ segir Hjálmar og bætir við að svo þegar slökkvistarf hófst hafi mikinn reyk lagt frá verkstæðinu sem leggur yfir Grettisgötu.

Lögregla og slökkvilið hafa lokað Grettisgötu og segir Hjálmar að auk fimm bíla frá slökkviliðinu séu tveir, þrír sjúkrabílar auk lögreglubíla á svæðinu. Hjálmar bætir því við að oft komi það fyrir að verið sé að losa olíu og önnur spilliefni á verkstæðinu.

Uppfært klukkan 20:58

Þess er óskað að íbúar í nágrenninu loki gluggum hjá sér og kyndi vel upp í ofnum til að koma í veg fyrir að reykur berist í íbúðir.

Uppfært kl. 21:01

Mikinn reyk leggur yfir hverfið og fólk er að fara úr íbúðum sínum til að flýja hugsanlega eitraðan reyk. Þetta segir sjónarvottur í samtali við mbl.is. Hann segir reykinn vera mjög ertandi fyrir öndunarfærin.

Slökkvilið og lögregla eru að störfum á brunavettvangi á Grettisgötu austan við Snorrabraut. Mikinn reyk leggur af...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 7 March 2016

Uppfært 21:27

Sjónarvottur sem ræddi við mbl.is segir að nokkrar sprengingar hafi heyrst frá verkstæðinu og leggur reykinn, sem er mjög svartur að sögn sjónarvotts, í norðvesturátt. 

Þá eru bílar og mótorhjól í kjallara hússin skv. heimildum sjónarvotts.

Uppfært 21:38

Ein­hverj­ir íbú­ar Grett­is­götu hafa ákveðið að flýja heim­ili sín vegna elds­voðans í verk­stæði að Grett­is­götu 87 vegna reykmengunar. 

Frétt mbl.is: Íbúar flýja að heiman vegna reyksins.

Mikill eldur er í húsinu að Grettisgötu 87.
Mikill eldur er í húsinu að Grettisgötu 87. mbl.is/Júlíus
Nágrannar fylgjast með slökkviliði að störfum.
Nágrannar fylgjast með slökkviliði að störfum. mbl.is/Golli
mbl.is/Júlíus
Mikill viðbúnaður er hjá slökkviliðinu vegna brunans.
Mikill viðbúnaður er hjá slökkviliðinu vegna brunans. mbl.is/Stefán E. Stefánsson
mbl.is/Stefán E. Stefánsson
Ljósmynd/Friðrik Boði Ólafsson
Ljósmynd/Friðrik Boði Ólafsson
Ljósmynd/Friðrik Boði Ólafsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert