Tengist ekki stúdentagörðunum

Maðurinn sem var stunginn er þungt haldinn.
Maðurinn sem var stunginn er þungt haldinn. Ómar Óskarsson

Mennirnir tveir sem tókust á við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags áttu leið um götuna en tengjast ekki stúdentagörðunum.

Þetta hefur Félagsstofnun stúdenta eftir lögreglu í tölvupósti sem var sendur til íbúa garðanna fyrir skömmu. 

Líðan karl­manns­ins sem var stung­inn fyr­ir utan stúd­entag­arðana við Sæ­mund­ar­götu í Reykja­vík aðfaranótt sunnu­dags er óbreytt. Hon­um er haldið sof­andi í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans og er þungt hald­inn.

Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við mbl.is ekki hafa veitt þessar upplýsingar til FS. Þá vildi hann ekki staðfesta að þessar upplýsingar væru réttar en útilokar þó ekki að FS hafi fengið upplýsingarnar frá lögreglunni. 

Í tilkynningunni frá FS segir að hræðilegur atburður hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudags þegar til átaka kom á milli tveggja manna við Sæmundargötu.

„Til allrar hamingju varð íbúi á Stúdentagörðum var við atburðinn og gat komið manninum til aðstoðar. Skv. upplýsingum lögreglu áttu mennirnir leið um Sæmundargötu en eru ótengdir Stúdentagörðum,“ segir í einnig í tilkynningunni. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er árásarmaðurinn nemandi í Háskóla Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert