Betri hverfi verði krufin

Grafarholt. Íbúar í hverfum hafa fengið að kjósa um framkvæmdir.
Grafarholt. Íbúar í hverfum hafa fengið að kjósa um framkvæmdir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem situr í lýðræðis- og stjórnkerfisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur óskað eftir því að öll gögn í úttekt á verkefnunum Betri hverfi og Betri Reykjavík verði gerð opinber, því spurningar veki að gagnrýnni skýrslu um verkefnin hafi verið breytt.

Í Betri hverfum hefur íbúum í hverjum borgarhluta gefist kostur á að velja um ýmsar smærri framkvæmdir í nærumhverfi sínu. Niðurstöður kosninganna eru bindandi, það er þeim verkefnum sem mestan stuðning fá er skylt að hrinda í framkvæmd. Áformað er að verkefninu verði haldið áfram, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þátttakan á síðasta ári í Betri hverfum var 7% sem skapar hættu á ójafnvægi. Þannig geta þá til þess að gera litlir hópar fengið sitt í gegn fyrir almannafé án pólitískrar ábyrgðar,“ segir Hildur sem hefur viðrað þessi sjónarmið sín í lýðræðis- og stjórnkerfisnefnd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert